Vináttuhlaup

Margrét Þóra Þórsdóttir

Vináttuhlaup

Kaupa Í körfu

SUNDGARPARNIR Viktoría Áskelsdóttir og Sigurður Smárason syntu í gærmorgun yfir Eyjafjörð, frá útsýnisstaðnum norðan Vaðlareits og komu að landi hjá Siglingaklúbbnum Nökkva við Höephner eftir um klukkustundar langt sund. Þau höfðu meðferðis kyndilinn, tákn hins alþjóðlega vináttuhlaups sem stendur yfir, en hlauparar voru á Akureyri í gær. Hlaupið hófst 13. júlí og er áætlað að það taki 15 daga og hafa hlauparar þá lagt að baki rúma 1.500 kílómetra. MYNDATEXTI: Komu með kyndilinn. Sigurður og Viktoría koma að landi við Höephner.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar