Heimsókn í Flatey

Gunnlaugur Árnason

Heimsókn í Flatey

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Það er gaman að heimsækja Flatey á Breiðafirði á fögrum degi. Auðvelt er að hugsa til fortíðar þegar gengið er um plássið þar sem öll gömlu húsin hafa verið færð til upprunalegs horfs. Flatey var miðstöð verslunar, samgangna og fræðslu á nítjándu öldinni og geymir því mikla sögu. Í vor var opnað hótel í Flatey. Það er Minjavernd sem hefur á síðustu árum gert upp gömul pakkhús og samkomuhúsið. Í Eyjólfspakkhúsi eru nokkur tveggja og eins manns herbergi og í samkomuhúsinu hefur verið tekin í notkun veitingaaðstaða. Næsta vetur verður farið í að endurgera Stóra-pakkhúsið og mun gistirými aukast þegar þeim framkvæmdum verður lokið. MYNDATEXTI: Konur við völd Samkomuhúsinu er stjórnað af konum og taka þær vel á móti gestum. Ingunn Jakobsdóttir, Ingibjörg Á Pétursdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Álfhildur Ingadóttir og Ásdís Benediktsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar