Fegrunarátak Reykjavíkurborgar

Sverrir Vilhelmsson

Fegrunarátak Reykjavíkurborgar

Kaupa Í körfu

UMHVERFIS- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar var kynnt fyrir Breiðhyltingum í Breiðholtsskóla í gærkvöldi en átakið hefst formlega laugardaginn 22. júlí næstkomandi í Breiðholti. Á fundinum lýsti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tilgangi átaksins og sagði frá því hvernig borgaryfirvöld hygðust fylgja því eftir. Fundurinn var vel sóttur og fram komu margar spurningar og ábendingar frá fundargestum. Í átakinu, sem kynnt er undir slagorðinu "Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík" er lögð áhersla á að virkja almenning og fyrirtæki til að taka þátt í að hreinsa og hugsa vel um umhverfi sitt. Fyrirhugað er að taka hvert hverfi borgarinnar fyrir með sama hætti á yfirstandandi kjörtímabili.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar