Kárahnjúkar

Ragnar Axelsson

Kárahnjúkar

Kaupa Í körfu

KÁRAHNJÚKASTÍFLA verður langstærsta stífla landsins þegar hún verður tilbúin en vinna við hana er langt á veg komin og margir áfangar nálgast verklok. Verktakinn Impregilo hefur lokið við að setja um 95% af fyllingunni í Kárahnjúkastíflu auk þess sem rúmlega helmingur klæðningarinnar sem verður vatnsmegin á stíflunni hefur verið steyptur. Allar framkvæmdir við virkjunina ganga samkvæmt áætlun nema gerð aðrennslisganga sem hafa tafist vegna mislaga í bergi og vatnsleka. Búist er við að verktakinn við einn hluta ganganna brjótist í gegn og komist út úr bergveggnum við Hálslón fyrir helgi. Kárahnjúkastífla verður ein af tíu hæstu stíflum sinnar tegundar í heiminum, nærri tvö hundruð metra há og 730 m löng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar