Félagið Ísland-Palestína mótmælafundur

Sverrir Vilhelmsson

Félagið Ísland-Palestína mótmælafundur

Kaupa Í körfu

MÓTMÆLAFUNDUR á vegum félagsins Ísland-Palestína fór fram á Austurvelli í gær. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins, fluttu erindi og hljómsveitirnar Llama og KK stigu á svið. Boðað var til fundarins til að mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers á Gaza og sýna samstöðu með mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fundarmenn gerðu ýmsar kröfur og meðal þeirra má nefna að Ísraelsher færi burt úr Palestínu og að blóðbaðið yrði stöðvað. Félagið leggur áherslu á að aðskilnaðarmúr sem Ísraelar byggja á Vesturbakkanum verði fjarlægður í samræmi við úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag en sl. sunnudag voru tvö ár síðan úrskurðurinn var kveðinn upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar