Tískusýning á Vegamótum

Jón Svavarsson

Tískusýning á Vegamótum

Kaupa Í körfu

VEITINGA- og skemmtistaðurinn Vegamót sló upp mikilli sumarveislu í portinu fyrir utan staðinn á laugardagskvöldið. Gestum og gangandi var boðið upp á veitingar og tónlist en hápunktur veislunnar var þegar heljarinnar tískusýning fór fram þar sem búðirnar Rokk og rósir, Elvis og Gyllti kötturinn sýndu nýjustu straumana í notuðum fötum. Þá steig á svið ný hljómsveit sem kallar sig Kenya Nemor sem stefnir á útgáfu innan tíðar og DJ B-Ruff, DJ Dóri og DJ Rampage sáu um að kvöldsólin settist undir viðeigandi takti. MYNDATEXTI: Hvort þessi föt voru nokkurn tímann í í tísku skal ósagt látið en e.t.v. er stundin runnin upp ... eða ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar