Sigur Rós

Alfons Finnsson

Sigur Rós

Kaupa Í körfu

SIGUR Rós lék fyrir troðfullu húsi í Klifinu, félagsheimili Ólafsvíkur, í gærkvöldi. Að sögn Árna Matthíassonar, blaðamanns Morgunblaðsins, sem staddur var á tónleikunum, var stemningin gríðargóð og samanstóð áhorfendahópurinn af útlendum ferðamönnum og fólki úr sveitinni. Sagðist Árni hafa heyrt fjögur tungumál töluð á tónleikunum. Sigur Rós siglir næst yfir Breiðafjörðinn og hyggst halda áfram að gleðja eyru landsmanna með tónlist sinni næstu daga. Hringnum verður lokað með tónleikum undir berum himni á Miklatúni í nk. sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar