Ríkisstjórnarfundur

Ríkisstjórnarfundur

Kaupa Í körfu

ÓFORMLEGAR viðræður hafa farið fram milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Portus, fyrirtækisins sem byggja mun tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn, um að hægt verði á framkvæmdunum. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, starfandi forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, en málið var til umræðu á fundinum. Þorgerður Katrín sagði að nýlega hefði verið samþykkt á fundi hjá Portus að hægja á eða breyta framkvæmdunum. Enn ætti eftir að ljúka við að fara yfir málið en vonir stæðu til þess að niðurstaða í viðræðurnar fengist á næstu dögum. MYNDATEXTI: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, Árni Mathiesen, Sturla Böðvarsson og Siv Friðleifsdóttir við upphaf ríkisstjórnarfundar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar