Bensínflutningabíll valt

Margrét Þóra Þórsdóttir

Bensínflutningabíll valt

Kaupa Í körfu

ÞETTA virtist ætla að verða venjulegur morgunn hjá Jónasi Reyni Helgasyni í Brekkutúni í Ljósavatnsskarði þar sem hann sat með morgunteið sitt á leið inn í nýjan dag. En svo dundu ósköpin yfir með því að 30 þúsund lítra bensínflutningabíll valt með öllum sínum þunga á veginum og 10 þúsund lítrar af bensíni láku á jörðina. Eitt mesta mengunarslys sem Olíudreifing ehf. hefur lent í var orðið að veruleika og grípa þurfti til tafarlausra viðbragða. Bílstjórinn sjálfur sagðist eiga líf sitt að launa bílbeltunum og slapp með mar. MYNDATEXTI: Veginum var lokað og fjöldi bíla, rútur sem og einkabílar, mynduðu biðröð beggja vegna við slysstaðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar