Snorraverkefni útskrift

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Snorraverkefni útskrift

Kaupa Í körfu

"ÞAU eru í skýjunum eftir þennan tíma á Íslandi og ég held að þau eigi eftir að lifa lengi á þessu," segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, forsvarsmaður Snorraverkefnisins, um fimmtán manna hóp af ungu fólki af íslenskum uppruna sem hélt til síns heima um helgina eftir sex vikur á Íslandi. Ásta Sól segir verkefnið hafa gengið vel á heildina litið og hópinn hafa verið afar hressan og fjörugan. Snorraverkefnið var sett á fót árið 1999 með það að markmiði að efla tengslin við afkomendur Vesturfaranna og aðra Íslendinga í Norður-Ameríku. MYNDATEXTI: Snorra-hópurinn í ár ásamt Almari Grímssyni, formanni Snorrasjóðs, og Ástu Sól Kristjánsdóttur, sem stendur fyrir miðju með derhúfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar