Ný stúka við Laugardalsvöll sett upp

Ný stúka við Laugardalsvöll sett upp

Kaupa Í körfu

FRAMKVÆMDUNUM við Laugardalsvöll miðar vel og eru nokkurn veginn á áætlun. Þetta segir Guðmundur Þórðarson, tæknifræðingur og staðarstjóri fyrir Ístak á verkinu. Segir hann stefnt að því að öll sætin verði komin í stúkuna fyrir vináttulandsleik Íslendinga við Spánverja sem fram fer 15. ágúst nk., en þakið yfir stúkuna komi seinna. Bendir hann á að nýju sætin komi til landsins um helgina. "Að öðru leyti verður lagað hér allt í kring þannig að áhorfendur komist vel til og frá svæðinu. Þannig verður gætt vel að öllum öryggisatriðum, að öll handrið og fallvarnir séu í lagi," segir Guðmundur og bendir á að nýja miðasalan verði opnuð til bráðabirgða dagana 13.-15. ágúst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar