Hákon Þröstur Guðmundsson skipstjóri

Þorgeir Baldursson

Hákon Þröstur Guðmundsson skipstjóri

Kaupa Í körfu

HIÐ nýja skip Samherja, Margrét EA, hefur nú haldið til síldveiða. Hún mun fara á svokallað tvílembingstroll með Vilhelm Þorsteinssyni EA en veiðarnar eru nú sunnarlega í Síldarsmugunni. Veiðimynstrið á síldinni hefur breytzt mikið að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja. Mun minna er nú fryst úti á sjó en meira fer í bræðslu og vinnslu í landi. Skýringin er sú að sögn Kristjáns að markaðir fyrir sjófrysta síld eru þungir en verð á fiskimjöli og -lýsi í sögulegu hámarki. MYNDATEXTI: Hákon Þröstur Guðmundsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar