Kýrin Aprílsól

Birkir Fanndal Haraldsson

Kýrin Aprílsól

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Kýrin Aprílsól, sem er afkvæmi Maístjörnu, var á beit nærri Fuglasafni Sigurgeirs sem verið er að reisa í Ytri Neslöndum í Mývatnssveit í júlísólinni. Það er ekki bara glæsilegt nafn sem prýðir þessa kú, hún er líka fallega hyrnd en falleg horn eru höfuðprýði á hverjum grip sem þau ber. Fuglasafnið er nú óðum að taka á sig mynd, fyrir dugnað fjölskyldu Sigurgeirs heitins Stefánssonar og dyggan stuðning margra velunnara. Reiknað er með að þessi sérstaka og frumlega bygging verði fokheld í haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar