Stefanía Katrín Karlsdóttir

Sigurður Jónsson

Stefanía Katrín Karlsdóttir

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Það var viss ögrun og sérlega spennandi að vera boðið að takast á við bæjarstjórastarf í Árborg. Ég vil helst vera í starfi þar sem dagurinn er ekki varinn fyrir óvæntum uppákomum með skipulagi. Ég vil starfa í góðu samstarfi við fólk og vera á starfsvettvangi sem býður upp á samskipti við marga aðila," sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, sem tók við starfinu 14. júlí síðastliðinn. Hún er fyrrverandi rektor Tækniháskóla Íslands en Jökuldælingur að uppruna og segist vera eins og Jökuldælingar, ekki með klukku, hjá þeim séu tveir tímar, sumar og vetur. MYNDATEXTI: Bæjarstjórinn Stefanía Katrín Karlsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Árborgar, á Tryggvatorgi með Ráðhús Árborgar í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar