Á góðri stund í Grundarfirði

Gunnar Kristjánsson

Á góðri stund í Grundarfirði

Kaupa Í körfu

BÆJARHÁTÍÐIN "Á góðri stund í Grundarfirði", sem nú er haldin í níunda sinn, hófst í gær. Grundarfjörður er nú fagurlega skreyttur og tilbúinn fyrir hátíðarhöldin. Íbúar hafa keppst við að skreyta sameiginlega sitt hverfi, en bænum er sem fyrr skipt upp í fjögur hverfi með ákveðnum lit. Framundan er síðan viðburðarík helgi sem nær hápunkti í skrúðgöngu hverfanna niður á hafnarsvæðið þar sem fram fer skemmtidagskrá. Veðrið virðist ætla að leika við Grundfirðinga og gesti þeirra um þessa helgi, en fjölmargir gestir voru komnir á fimmtudagskvöld. MYNDATEXTI: Sameiginleg skreyting hverfanna gulu, rauðu, grænu og bláu í miðbænum þar sem skrúðgöngurnar sameinast og halda síðan niður á hafnarsvæðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar