Hrútasýning á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Hrútasýning á Húsavík

Kaupa Í körfu

Húsavík | Hrútarnir Danni frá Hjarðarási við Kópasker og Gári frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði urðu efstir og jafnir á hrútasýningu sem Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir á Húsavíkurhátíðinni um helgina. Bændur tveir úr nærsveitum Húsavíkur fengu það verkefni að dæma hrútana en áður en að því kom voru valdar tvær konur úr hópi áhorfenda til að velja sætasta hrútinn eins og Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður fjáreigendafélagsins, orðaði það. Hann bað þær að ímynda sér að þær væru ær og velja síðan sætasta hrútinn og þar bar Laxi frá Hvammi í Þistilfirði sigur úr býtum. MYNDATEXTI: Hrúturinn Gári og Aðalsteinn Árni Baldursson ásamt krökkunum Daníel og Hlíf sem fengu að fara á bak hrútinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar