Ný slökkvistöð vígð á Fáskrúðsfirði

Albert Kemp

Ný slökkvistöð vígð á Fáskrúðsfirði

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Ný slökkvistöð hefur verið tekin í notkun á Fáskrúðsfirði. Var það gert við hátíðlega athöfn sem haldin var í tengslum við Franska daga. Sóknarpresturinn, Þórey Guðmundsdóttir, blessaði húsið. Slökkviliðið fékk gjafir, meðal annars peninga frá VÍS til endurmenntunar slökkviliðsmanna. Húsið er 400 fermetrar að grunnflatarmáli með aðstöðu á efri hæð sem er 100 fermetrar. Verktaki var Röra- og hellusteypan á Fáskrúðsfirði. Heildarkostnaður var 56 miljónir. Slökkvilið á von á nýrri slökkvibifreið á næstunni. MYNDATEXTI: Húsið skoðað Lars Gunnarsson verktaki og Steinn Jónasson slökkviliðsstjóri á Fáskrúðsfirði sýndu lögreglumönnum nýju slökkvistöðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar