Fjóla Oddgeirsdóttir

Svanhildur Eiríksdóttir

Fjóla Oddgeirsdóttir

Kaupa Í körfu

Njarðvík | "Sennilega eru það fínu kjólarnir með tutu-pilsunum sem standa út í loftið sem vekja áhuga stelpna á ballett og þannig var það hjá mér til að byrja með. Svo þegar ég komst að því hvað þetta var gaman hætti ég að hugsa um kjólana og fór meira að horfa á tígulegar hreyfingar. Á þeim 11 árum sem ég hef verið í ballett hef ég aldrei dansað í tutu-ballettkjól," sagði Fjóla Oddgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið en þessi unga Njarðvíkurmær er að fara til Stokkhólms þar sem hún mun leggja stund á nám í Konunglega sænska ballettskólanum. MYNDATEXTI: Ballettinn alltaf heillað Fjóla Oddgeirsdóttir úr Njarðvík heldur senn til náms í Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi en hún hefur stundað ballettnám frá fimm ára aldri. Hér er Fjóla heima í stofu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar