Fjallahjólabrunkeppni

Gunnar Kristjánsson

Fjallahjólabrunkeppni

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Helgi Berg Friðþjófsson sigraði í fjallahjólabrunkeppni sem fram fór í Grundarfirði um helgina. Helgi er einnig Danmerkurmeistari í fjallabruni. Fjallahjólabrunkeppnin sem fram fór í fyrsta sinn á síðasta sumri á Jökulhálsi sem sérstakt norðurslóðaverkefni með tilstyrk Evrópusambandsins, var áformuð öðru sinni sl. laugardag en þegar til átti að taka voru forsvarsmenn Hjólreiðafélags Reykjavíkur ekki ánægðir með brautina og var því ákveðið að flytja hana í brekkurnar ofan við Grundarfjörð og þar sem leið þeirra lá fram hjá vatnstanki Grundfirðinga flaug einum keppenda í hug að kalla þetta Tankatrylli. MYNDATEXTI: Milli ferða Keppendur þurftu að teyma hjól sín upp, áður en þeir brunuðu niður hlíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar