Lögreglan skoðar reiðhjól

Lögreglan skoðar reiðhjól

Kaupa Í körfu

FORVARNADEILD lögreglunnar hefur verið með hjólreiðaátak í Grafarvogi í sumar þar sem hjólreiðafólk hefur verið stöðvað og ástand hjálma og reiðhjóla skoðað með hliðsjón af umferðarlögum og reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Forráðamenn fá gátlistann með athugasemdum lögreglu sendan heim ásamt lögum og reglugerðum um reiðhjól auk bæklinganna "Reiðhjól og hjálmar" og "Hlífðu þér" - sem fjalla um öryggi á reiðhjólum, línuskautum, hjólabrettum og hlaupahjólum. Stúlkurnar á myndinni heita Unnur Björk Berndsen, 8 ára og Halla Steingrímsdóttir, 8 ára, lögreglukonurnar á myndinni heita Unnur María Sólmundardóttir og Jóhanna Steingrímsdóttir. Þess ber að geta að reiðhjól stúlknanna voru í góðu lagi og báðar með hjálma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar