Við veiðar í Andapollinum

Sigurður Jónsson

Við veiðar í Andapollinum

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Andapollurinn á Reyðarfirði er vinsæll veiðistaður hjá veiðimönnum á öllum aldri en í hann er sleppt sprækum fiski. Alvar Logi Helgason, fjögurra ára drengur frá Egilsstöðum, var ánægður með vænan silung sem hann fékk á nýju veiðistöngina sína. Alvar Logi notaði flotholt og var með appelsínugulan nobbler sem agn og dró rólega inn. Og það var ekki að sökum að spyrja, því nánast um leið og agnið lenti í vatninu var fiskur kominn á. Mikill hugur var í veiðimanninum unga því hann kastaði strax fyrir næsta fisk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar