Lenka Ptacnikova

Lenka Ptacnikova

Kaupa Í körfu

LOKASPRETTURINN í A-flokki opna tékkneska mótsins í Pardubice varð Hannesi Hlífari Stefánssyni (2.569) ekki happadrjúgur. Í áttundu umferð atti hann kappi við alþjóðlega meistarann Nikita Maiorov (2.490) frá Hvíta-Rússlandi. Upp kom staða sem var með afbrigðum leiðinleg og hélt Hvít-Rússinn sér fast með hvítu mönnunum. Hannes missti þolinmæðina og glataði þar með undirtökunum sem leiddi til þess að Hvít-Rússinn sveið hann í drottningarendatafli með peði meira. Þessi ósigur gerði að verkum að með sína fimm vinninga hafði Hannes enga möguleika til að ná toppsæti á mótinu og til að bæta gráu ofan á svart tapaði hann í síðustu umferðinni með hvítu gegn þýska Fide-meistaranum Martin Kraemer (2.434). MYNDATEXTI: Lenka og Hjörvar stóðu sig vel á sterkum alþjóðlegum mótum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar