Skákhátíð Í Tasiilaq á Grænlandi

Skákhátíð Í Tasiilaq á Grænlandi

Kaupa Í körfu

TEFLT er af lífi og sál á Grænlandi þessa dagana. Í fyrrakvöld var fjör í skákhöll Hróksins þarlendis. Þá var haldið Nóa-Síríus-mótið 2006 en sigurvegari á því var hinn ungi og efnilegi Mikisuluk Motzfeldt, frændi Jonatans Motzfeldts, sem lengstum var forsætisráðherra heimastjórnar Grænlendinga. Keppendur á mótinu voru á öllum aldri og jafnt byrjendur sem meistarar. Börn hrepptu öll verðlaun á mótinu enda spiluðu fullorðnir sem gestir. Mikil stemning hefur verið á Grænlandi kringum fjórðu för Hróksins þangað en um helgina verður hápunkturinn, IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar