Borun lokið á Leirhnjúkahrauni

Birkir Fanndal Haraldsson

Borun lokið á Leirhnjúkahrauni

Kaupa Í körfu

Jarðborinn Jötunn lauk um helgina borun rannsóknarholu í Leirhnjúkshrauni, um fjóra kílómetra suðvestur frá Kröflu. Borunin var frekar erfið en bormenn hættu þó ekki fyrr en þeir náðu 2894 metra dýpi og mun þetta vera þriðja dýpsta hola sem boruð hefur verið á háhitasvæðum á landinu. Verið er að mæla holuna en niðurstöður liggja ekki fyrir. Þegar þeim verður lokið, um eða eftir verslunarmannahelgina, verður borinn fluttur á nýtt borstæði sem bíður hans á háhitasvæðinu á Þeistareykjum. Boranirnar eru liður í undirbúningi orkuöflunar vegna álvers.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar