Sveinn Hjálmarsson og Víðir Benediktsson

Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveinn Hjálmarsson og Víðir Benediktsson

Kaupa Í körfu

SÖGUSIGLINGAR um Eyjafjörð, um borð í eikarbátnum Húna II verða í boði nú í ágúst, alls þrjár ferðir, næstu miðvikudagskvöld og er sú fyrsta 9. ágúst næstkomandi og svo tvo miðvikudagskvöld þar á eftir. Þá verður boðið upp á siglingu með Húna nú um komandi verslunarmannahelgi, tvær á dag, frá föstudegi til sunnudags. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húni II, kynnti áformin á siglingu um Pollinn í gærdag, en þær eru tilkomnar m.a. vegna mikils áhuga sem fólk hefur sýnt bátnum í sumar. Hann hefur verið opinn almenningi frá kl. 13 til 18 á daginn og fjölmargir, um 1400 manns, hafa brugðið sér um borð og skoðað bátinn og sumir farið í stutta siglingu. MYNDATEXTI: Kaldbakskallar Þeir höfðu greinilega um margt að spjalla Sveinn Hjálmarsson og Víðir Benediktsson þar sem þeir voru á rólegri siglingu með eikarbátnum Húna II um Pollinn við Akureyri. Báðir stóðu í ströngu í eina tíð, voru skipstjórar á Kaldbak EA. Að baki þeim dólar Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri á trillu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar