Minnisvarði um strand HMCS Skeena

Jim Smart

Minnisvarði um strand HMCS Skeena

Kaupa Í körfu

Þrír skipverjar af tundurspillinum HMCS Skeena heiðruðu minningu Einars Sigurðssonar, skipstjóra á Aðalbjörgu RE-5, og látinna skipsfélaga sinna við afhjúpun minnisvarða í Viðey í gær. Skipsfélagarnir þrír af HMCS Skeena eru komnir á níræðisaldur en segjast aldrei gleyma nóttinni örlagaríku fyrir 62 árum þegar skip þeirra strandaði við vesturenda Viðeyjar í ofsaveðri. Sjórinn gekk látlaust yfir skipsflakið, stormurinn hvein og kuldinn nísti í niðamyrkrinu. Það gekk á með slydduhríð sem lamdi eins og haglél. Olían úr rofnum tönkunum flaut á sjónum og klesstist á það sem fyrir varð svo allt varð klístrað, hált og svart. MYNDATEXTI:Börn Einars Sigurðssonar og fjöldi afkomenda hans var við afhjúpun minnisvarðans við strandstað HMCS Skeena á aldarafmæli Einars í gær. F.v. Stefán, Guðbjartur, Guðrún og Sigurður Einarsbörn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar