Tamarikjúklingur og kartöflusalat

Jim Smart

Tamarikjúklingur og kartöflusalat

Kaupa Í körfu

Að mörgu er að huga þegar farið er í ferðalag og þar fremst í flokki hjá mörgum er maturinn. Það er fátt leiðinlegra en að vera matarlaus í óbyggðum, segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem var ekki lengi að útbúa nesti í ferðalagið. Ferðamaturinn þarf að henta aðstæðum á staðnum, bæði til að matbúa og matast. Það þarf að fara í gegnum hve mikið pláss maturinn má taka, kæliaðstöðu og smekk þeirra sem eru að ferðast svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Ef ekki er ætlunin að fara og kaupa inn á ferðalaginu er líka nauðsynlegt að skipuleggja máltíðir vel og sniðugt að gera matseðil fyrir dagana og innkaupalista út frá því. MYNDATEXTI: Ekki amalegt að fá í útilegunni gómsætan tamarikjúkling og sætkartöflusalat.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar