Sumargleðin hittist og æfir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sumargleðin hittist og æfir

Kaupa Í körfu

EINS OG við mátti búast var líf í tuskunum - og í þetta sinn í bókstaflegri merkingu - þegar hinir síungu meðlimir Sumargleðinnar mátuðu í fyrsta sinn nýja og sérsniðna galla. Með íslenska fánann á ermunum og skjaldarmerkið við hjartastað eru gallarnir einstaklega þjóðlegir og hafði Magnús Ólafsson það á orði að sér liði bara eins og í landsliðinu, sem má til sanns vegar færa enda Sumargleðin skipuð óopinberu landsliði íslenskra skemmtikrafta. Ragga Bjarna virtist ekki líða eins vel í múnderingunni enda alræmdur snyrtipinni sem er óvanur að spóka sig í íþróttafatnaði á almannafæri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar