Hjólað í skýfalli á Hafnarfjarðarvegi

Hjólað í skýfalli á Hafnarfjarðarvegi

Kaupa Í körfu

Það var heldur rigningarlegt um að litast í höfuðborginni í gær og betra að vera vel búinn í umferðinni líkt og hjólreiðamaðurinn á myndinni. Verslunarmannahelgin er að ganga í garð en útlit er fyrir að um helgina verði hlýjast norðaustanlands og þar er líklegast að haldist þurrt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í dag er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan 5-10 m/s og skúrum um sunnan- og vestanvert landið en 3-8 m/s í öðrum landshlutum og að létti til norðaustanlands. Hiti verður 12 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar