Pirkko Poutiainen frá Finnlandi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Pirkko Poutiainen frá Finnlandi

Kaupa Í körfu

"Ég elska Ísland og nýt svo sannarlega lífsins hérna. Íslendingar verða svo glaðir og hissa þegar ég opna munninn og heyra að ég get talað íslensku og þá eru þeir tilbúnir til að spjalla við mig. Íslenskan mín er dýrmætur lykill sem opnar mér leið að fólkinu hérna," segir hin finnska Pirkko Poutiainen sem er í sinni annarri heimsókn hér á landi um þessar mundir en hún hefur náð ótrúlegum tökum á íslensku á aðeins tveimur árum. "Ég hef lært íslensku á netinu í Vefskólanum og svo æfi ég mig með því að lesa Morgunblaðið á hverjum degi á netinu heima í Finnlandi. Ég horfi á íslenska sjónvarpsþætti í tölvunni og hlusta þar á Rás eitt. Svo tala ég líka eingöngu íslensku við kettina mína." MYNDATEXTI: Pirkko kíkir í Morgunblaðið í garðinum á Gistiheimilinu á Borgarholtsbrautinni þar sem hún kunni vel við sig af því fólk gaf sér tíma til að spjalla við hana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar