Fyrrum þjónandi prestar

Gunnlaugur Árnason

Fyrrum þjónandi prestar

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | "Merkilegt félag," sagði Gísli Kolbeins, fyrrverandi sóknarprestur, þegar hann var staddur á bryggjunni í Stykkishólmi og var að afhenda hópnum sínum farmiða með ferjunni Baldri til Flateyjar. Voru það félagar úr Félagi fyrrum þjónandi presta. "Félagið var stofnað haustið 1939 og hefur verið starfandi síðan. Það hefur ekki alltaf farið mikið fyrir því en starfað samt," segir Gísli. Hann segir að félagsmenn haldi mánaðarlega fundi. "Við erum í nánu samstarfi við elliheimilið Grund, þar messum við þriðja hvern sunnudag í mánuði og höfum gert það í meira en hálfa öld. Einn úr hópnum sér um predikun og við skiptum því starfi bróðurlega á milli okkar. MYNDATEXTI: Meðlimir í Félagi fyrrum þjónandi presta á bryggjunni í Stykkishólmi á leiðinni út í Flatey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar