Ris ehf, glerhýsi

Kristinn Benediktsson

Ris ehf, glerhýsi

Kaupa Í körfu

Glerhýsi setja æ meiri svip á höfuðborgarsvæðið. Eitt stórhýsi enn af þeirri gerð er nú fyrirhugað að reisa og er það "systurhús" annars glerhúss sem verið er að ljúka við. Byggingaverktakinn Ris ehf. hefur fengið byggingaleyfi til að reisa 6400 fermetra skrifstofu- og verslunarhús í Dalshrauni 3 í Hafnarfirði, í Engidalnum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar, við hliðina á nýja glerhýsinu sem fyrirtækið er að ljúka byggingu á þessa dagana. MYNDATEXTI Glerhýsið að Dalshrauni 1. Spegilmynd þess er nú fyrirhugað og munu þá húsin mynda glæsilegan "inngang" í Hafnarfjörð að mati byggingaraðila

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar