Skátar í Perlunni

Eyþór Árnason

Skátar í Perlunni

Kaupa Í körfu

BANDALAG íslenskra skáta stendur nú í þriðja sinn fyrir alþjóðlega skátamótinu NORDJAMB sem sett var við hátíðlega athöfn í Perlunni í Reykjavík í gær. Þar voru mættir skátarnir sem taka þátt í mótinu og mótsstjórnin ásamt skátahöfðingja og aðstoðarskátahöfðingja. Dagskrá mótsins verður með nokkuð óhefðbundnum hætti en fyrstu fjóra dagana taka skátarnir þátt í skipulögðum ferðalögum um allt land. Einhverjir munu róa um Ísafjarðardjúp á kajökum, aðrir klífa tinda í nágrenni Skaftafellsjökuls og þá munu sumir ganga Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur en aðrir munu ganga Laugaveginn milli Hlemms og Lækjartorgs í nýrri ferð sem nefnist "surviving Reykjavik"!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar