Köttur étur fugl

Margrét Þóra Þórsdóttir

Köttur étur fugl

Kaupa Í körfu

Stundum er talað um a ð éta eitthvað upp til agna eða með húð og hári og það átti svo sannarlega vel við þegar gulbröndótti kötturinn í makindum gleypti í sig þrastarunga á hlaðinu við gamla prestsbústaðinn á Laufási. Hann var ekkert að fara í felur með miðdegisverðinn, kom sér bærilega vel fyrir og skeytti engu þótt fjölmargt fólk fylgdist með aðförunum. Kisi gerði mat sínum góð skil, það var hvorki tangur né tetur eftir af hinum óheppna þrastarunga þegar hann hafði lokið sér af. Áhorfendum þótti kötturinn ganga skipulega til verks, en sumum í hópnum þóttu örlög ungans fulldapurleg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar