Sviðslistahátíð

Sverrir Vilhelmsson

Sviðslistahátíð

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA hreyfiþróunarsamsteypan frumsýnir dans- og leikhúsverkið Meyjarheftið klukkan 20 á morgun. Þar með er sviðslistahátíðin ArtFart sett, en dagana 10.-20. ágúst verða frumsýnd sjö ný sviðsverk í Johnson og Kaaber-húsinu við Sætún undir hennar merkjum. Talsmaður Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, Katrín Gunnarsdóttir, segir að þótt meðlimir hópsins hafi allir bakgrunn í dansi sé nær að tala um dans- og leikhúsverk frekar en dansverk eingöngu enda falli verk hópsins ekki undir skilgreiningu eins listforms. "Við veljum þær túlkunarleiðir sem okkur finnst hæfa efninu hverju sinni. Þess vegna leitum við fanga til annarra listgreina. MYNDATEXTI: Sviðslistahátíðin ArtFart hefst á morgun en lokaátak undirbúnings hefur staðið undanfarna daga. Dagana 10.-20. ágúst verða frumsýnd sjö ný sviðsverk í Johnson og Kaaber-húsinu við Sætún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar