Sirkusbrögð á Austurvelli

Eyþór Árnason

Sirkusbrögð á Austurvelli

Kaupa Í körfu

FÓLK nýtti sér blíðviðrið í Reykjavík til ýmiss konar útiveru í gær og á Austurvelli voru staddir krakkar sem stunduðu þar alls kyns sirkusbrögð. Að sögn lærðu krakkarnir iðjuna í Nýja-Sjálandi en ekki fylgdi sögunni hvort það væri til siðs þar í landi að nota manneskjur sem stóla. Aðrir létu sér svo nægja að fylgjast með athæfinu enda eru sirkusbrögð gerð til að skemmta öðrum og lífga upp á tilveruna. Áhorfandanum á bekknum virðist allavega skemmt enda er það ekki á hverjum degi sem götur og torg Reykjavíkur verða vettvangur alþjóðlegra liðleikaæfinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar