Nótt í Kórahverfi að nýaflokinni skúr

Nótt í Kórahverfi að nýaflokinni skúr

Kaupa Í körfu

EFTIR rigningu breytir náttúran um ásýnd. Gróður reisir sig við og sé sólin sýnileg teygja jurtir sig í átt að birtunni og drekka í sig geislana. Allt verður kyrrt um stund. Nýja Kórahverfið í Kópavogi var sveipað dulúð að aflokinni skúr í fyrrinótt. Rigningin hreinsaði loftið og þótt sólar hefði ekki notið við var birtan í næturhúminu einstök og engu líkara en nýbyggðar blokkirnar væru að teygja sig til himins, ekki ósvipað og blóm vallarins böðuð sólargeislum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar