Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006
Kaupa Í körfu
Hraunaveita er framkvæmd austan Snæfells, á milli Eyjabakka og Hrauna og mun miðla vatni í aðrennslisgöngin u.þ.b. í þeim miðjum, við Axará á Fljótsdalsheiði. Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur hjá framkvæmdaeftirliti með Hraunaveitu, segir hana muni leggja til um fjórðung af heildarvatnsmagni Kárahnjúkavirkjunar. "Framkvæmdir hér eru í fjórum liðum og er Arnarfell verktaki í þeim öllum," segir Sveinn. Fyrst er um að ræða 3,5 km af 13 km Jökulsárganga sem veita munu vatninu í aðrennslisgöng virkjunarinnar, gerð inntaks og 14 km langs Hraunavegar. Þá er bygging Ufsarstíflu, yfirfalls og yfirfallsskurðar ásamt frágangi botnrásar. Þriðji verkþátturinn er Kelduár-, Grjótár- og Sauðárstífla ásamt skurðum og í fjórða lagi Kelduár- og Grjótárgöng og skurðir. Um helmingur er búinn af fyrsta verkþættinum, vinna er nýlega hafin við annan og þriðja verkþátt og sá fjórði ekki hafinn." Sveinn segir að samtals nemi framkvæmdirnar um 5 milljörðum króna. TBM2 risaborinn mun heilbora það sem eftir er Jökulsárganga, eða 9,5 km. MYNDATEXTI Gangamunni Sveinn Þórarinsson verkfræðingur stendur hér við inntak Jökulsárganga, sem verða 13 km löng. Arnarfell er þarna búið að bora um 1.700 metra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir