Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006

Kaupa Í körfu

Við erum að líta í kringum okkur hér á Kárahnjúkasvæðinu og m.a. að skoða hugsanlegt vegstæði frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal og upp að aðkomugöngum 4," segir Guðni Nikulásson hjá Vegagerðinni. Þeir Einar Þorvarðarson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segja kaflann þar á milli um 9 km langan og þar af séu 3 km illfærir. Nú sé spurningin hvort vegur á þessari leið þurfi að fara í umhverfismat. Vilji heimamanna stendur til að gerð verði vegtenging frá aðkomugöngunum og niður í Hrafnkelsdal en með því yrði til auðveld fólksbílafær hringleið sem myndi aftur tengjast líklegri miðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Hrafnkelsdal. MYNDATEXTI Vegagerð Þeir Guðni Nikulásson og Einar Þorvarðarson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni huga að vegtengingum við Kárahnjúkavirkjun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar