Tónabær leikjanámskeið

Sverrir Vilhelmsson

Tónabær leikjanámskeið

Kaupa Í körfu

Listamenn framtíðarinnar er ef til vill að finna í röðum þeirra sem sóttu leikjanámskeið Tónabæjar í vikunni, en þema vikunnar var list. Náði listavikan hámarki í gær þegar krökkunum var skipt í fjóra hópa sem hver fékkst við ákveðna listgrein - tónlist, myndlist, leiklist og höggmyndalist. Var foreldrum og öðrum gestum boðið á sýningu þar sem gat að líta afrakstur vinnunnar auk þess sem boðið var upp á vöfflur og kakó. Krakkarnir, sem eru á aldrinum sex til níu ára, höfðu fyrr í vikunni heimsótt ljósmyndasafn, Hallgrímskirkju og höggmyndagarð Einars Jónssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar