Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Við brúna á þjóðveginum yfir Stóru-Laxá, þar sem eru svæði I og II í þessari fornfrægu veiðiá, togast veiðimaður á við fisk. Ekki líður á löngu þar til pattaraleg bleikja er dregin á land. Veiðimaðurinn veður aftur út á breiðuna, kastar og skömmu síðar er stöngin komin í keng. Þeir takast á um stund, maður og fiskur, en að því kemur að fiskurinn hefur betur. Ég geng út á brúna og sé að í strengnum sem Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður er að veiða liggur torfa af rígvænni bleikju. "Hún var stór þessi sem ég var að missa," segir Gunnar. "Fyrst hélt ég að það væri fast í botni. Hún var örugglega fimm, sex pund; eins og sterkur smálax." MYNDATEXTI: Þvílíkur dagur!" Gunnar Örlygsson býst til að kyssa eiginkonuna, Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur, og óska henni til hamingju með fyrsta flugufiskinn, rígvæna bleikju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar