Hönnun Eley Kishimoto

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hönnun Eley Kishimoto

Kaupa Í körfu

hlutarins eðli | Hönnun Eley Kishimoto þykir litrík og ævintýraleg. Þar má greina japanskar hefðir, fjöll skóga og mörgæsir. Guðrún Edda Einarsdóttir fjallar um textílhönnun hjónanna Mark Eley og Wakako Kishomoto. Mynstur frá toppi til táar er ráðandi hjá hönnunarfyrirtækinu Eley Kishimoto sem vakið hefur athygli fyrir litríka og ævintýralega textílhönnun. Fyrirtækið hefur í gegnum árin verið í samstarfi við stór merki í tískuheiminum eins og Jil Sanders, Givenchy og Louis Vuitton. Sumir hafa haft það á orði að Eley Kishimoto sé að feta í fótspor frægra textílhönnuða tuttugustu aldarinnar á borð við Zandra Rhodes og Celia Birtwell. MYNDATEXTI: Cosmic dolls, vor- og sumarlínan þetta árið er glaðleg og litrík og minnir einna helst á ævintýraland. Myndin er frá verslunni Kronkron í Reykjavík sem selur hönnun eftir Eley Kishimoto.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar