Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum

Eyþór Árnason

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓT barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum var haldið um helgina á Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Mótið tókst með ágætum í mildu veðri og þátttaka var mikil en um 450 skráningar voru í keppnisgreinar. Til samanburðar voru 330 skráningar á Íslandsmót fullorðinna sem fram fór í júlí síðastliðnum. Efstur í fimmgangi í unglingaflokki var Ragnar Tómasson á Leyni frá Erpsstöðum og Ólafur Andri Guðmundsson í ungmennaflokki á Leiftri frá Búðardal. MYNDATEXTI: Hekla Katharína Kristinsdóttir í glæsilegri töltsveiflu á Nútíð frá Skarði. Þær stöllur sigruðu í tölti í unglingaflokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar