Ný flugvél Flugfélags Íslands

Eyþór Árnason

Ný flugvél Flugfélags Íslands

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAG Íslands hefur tekið í notkun tvær DASH 8 flugvélar sem keyptar eru frá kanadíska framleiðandanum Bombardier. Fengu fjölmiðlamenn að fara í útsýnisflug með annarri flugvélinni til að kynnast flugeiginleikum þeirra. Flogið var yfir nágrenni Reykjavíkur og með fram ströndinni. DASH 8 vélunum, fullhlöðnum, nægir 800 metra flugbraut og var flugvélin vart komin af stað eftir flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar hún tók sig á loft. Þessir eiginleikar vélarinnar gera hana ákjósanlega til að fljúga til minni og einangraðri flugvalla en Flugfélag Íslands hyggst sérstaklega nota vélarnar til flugs til Grænlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar