Sól og sumar í Nauthólsvík

Brynjar Gauti

Sól og sumar í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

ÞESSI litla stúlka naut lífsins í blíðunni í Nauthólsvík og buslaði þar af lífsins lyst, enda var gærdagurinn einn af bestu dögum sumarsins til slíkrar iðkunar. Veðurstofa Íslands spáði í gærkvöldi hægri norðlægri átt og léttskýjuðu að mestu á landinu. Sums staðar mátti þó búast við þokulofti við austurströndina. Í dag var spáð hægri vestlægri eða breytilegri átt og bjartviðri að mestu, einkum austan til á landinu. Hiti í dag gæti orðið 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar