Fjögurra laufa smárar hjá Spron

Eyþór Árnason

Fjögurra laufa smárar hjá Spron

Kaupa Í körfu

MÖRG hundruð fjögurra laufa smárar liggja nú á borðum í höfuðstöðvum SPRON í Reykjavík. Smárunum hefur fjölskyldufólk safnað í sumar en sparisjóðurinn stóð fyrir fjölskylduleik sem gekk út á að finna þetta sjaldgæfa afbrigði smárans og skila til útibúa bankans. Þetta er annað árið sem SPRON stendur fyrir smáraleiknum og kom það starfsmönnum nokkuð á óvart hversu margir fjögurra laufa smárar komu í leitirnar. "Við höfum fengið mörg hundruð smára og erum búin að ganga úr skugga um að þeir séu allir fjögurra laufa," segir Dóra Axelsdóttir, hjá eignastýringu SPRON. Smárarnir hafa fundist um allt land, einn m.a. við Ártúnsskóla í Reykjavík. MYNDATEXTI: "Við höfum fengið mörg hundruð smára og erum búin að ganga úr skugga um að þeir séu allir fjögurra laufa," segir Dóra Axelsdóttir hjá SPRON.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar