Desiree D. Tullos

Ragnar Axelsson

Desiree D. Tullos

Kaupa Í körfu

Að mati Desiree D. Tullos, vatnsaflsverkfræðings og prófessors, hefði átt að rannsaka Kárahnjúkasvæðið mun betur, jafnt með tilliti til jarðfræðilegra þátta sem og vistfræðilegra, áður en ákveðið var að reisa þar stærstu virkjun Evrópu. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segist Tullos hafa fulla ástæðu til þess að ætla að stíflan við Kárahnjúka komi til með að leka með alvarlegum vistfræðilegum og efnahagslegum afleiðingum. MYNDATEXTI: "Af því sem ég hef kynnt mér hér á landi kemur það mér vægast sagt á óvart hversu lítið hin vistfræðilegu áhrif Kárahnjúkavirkjunarinnar hafa verið rannsökuð. Og miðað við það sem ég hef kynnt mér varðandi ákvörðunarferlið hérlendis þá er ég sannfærð um að nauðsynlegt sé að auka regluvirkið og setja skýrari reglur um það hvers konar rannsóknir þurfi að fara fram áður en samþykkt fæst fyrir virkjunarframkvæmdum," segir Desiree D. Tullos, vatnaflsverkfræðingur og prófessor við Oregon State University.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar