Hverir austan Námafjalls

Birkir Fanndal Haraldsson

Hverir austan Námafjalls

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Eitthvert fjölsóttasta ferðamannasvæði í Mývatnssveit er Hverir austan undir Námafjalli. Mikil litagleði ræður trúlega mestu um vinsældir þessa svæðis ásamt nálægð við þjóðveginn. Myndefni er óþrjótandi og síbreytilegt. Þarna blandast saman náttúrulegir bullandi leirpottar og sérkennilegir strýtuhólar með hvæsandi gufu. Þessir strýtuhólar eru mannaverk. Þar undir voru endur fyrir löngu frumstæðar borholur af elstu gerð slíkra mannvirkja á Íslandi. Einhverjum datt síðar í hug að hlaða grjóti utanum og yfir stútana, þannig hefur orðið til þessi skemmtilega gufustrýta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar