Mezzoforte Gulli og Frikki

Brynjar Gauti

Mezzoforte Gulli og Frikki

Kaupa Í körfu

Friðrik Karlsson býr og starfar í Lundúnum sem eftirsóttur leiguspilari auk þess sem hann er umsvifamikill í útgáfu á hugleiðslutónlist. Hann er staddur á Íslandi um þessar mundir í leyfi og sú staðreynd hefur gert þessa endurkomu mögulega. Á tónleikunum kemur því fram hinn fjögurra manna kjarni; þ.e. Friðrik, Gunnlaugur, Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson. Saxófónleikarinn Kristinn Svavarson kemur þá einnig fram, en hann var hluti af bandinu er vegur þess var hvað mestur, rétt fyrir miðbik níunda áratugarins. Síðustu tónleikar hans með Mezzoforte voru á Montreux djasshátíðinni árið 1984. MYNDATEXTI: Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson í Mezzoforte: "Við erum með þrjá bókara í dag og það er verið að setja upp tónleika út um allar trissur." Þeir spila í Austurstræti á Menningarnótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar