Kammersveitin Ísafold

Eyþór Árnason

Kammersveitin Ísafold

Kaupa Í körfu

KAMMERSVEITIN Ísafold hefur á morgun sína árlegu sumartónleikaferð, fjórða árið í röð. Félagar sveitarinnar eru að þessu sinni 19 talsins og stjórnandi er sem fyrr Daníel Bjarnason. "Það er mjög góð stemning í hópnum," sagði Daníel þegar Morgunblaðið náði af honum tali. Hann var þá staddur ásamt sveitinni á Ísafirði, en hópurinn dvelst þar þessa vikuna við æfingar og heldur fyrstu tónleika ferðarinnar í bænum annað kvöld kl. 20. Því næst heldur sveitin til Akureyrar og leikur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 16, og loks verða tvennir tónleikar haldnir í Listasafni Íslands í Reykjavík; mánudaginn 21. ágúst og þriðjudaginn 22. ágúst kl. 20. MYNDATEXTI: Kammersveitin Ísafold heldur í fjórða sinn í tónleikaferð um landið og verða fyrstu tónleikarnir á Ísafirði í kvöld. Á myndina vantar nokkra úr hópnum, en meðlimir eru um þessar mundir 19 talsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar